143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að kvarta yfir fundarstjórn forseta, því að hér er verið að setja algjörlega ný viðmið. Við höfum kvartað hér yfir greinargerð, að því máli skuli hafa verið hleypt inn á þingið, en hæstv. forseti setur það algjörlega í hendurnar á ráðherra að ákveða hvaða mál koma hér inn í þingið, eins og það sé ekki þingstjórnin sem stjórnar því. Svo kallar hæstv. ráðherra aðdróttanir úr sæti sínu að þingmanni og fyrrverandi ráðherra, aðdróttanir sem eru vítaverðar og forseti ákveður að minna þingmenn á að gæta orða sinna.

Þetta eru vítaverð ummæli og ber að víta ráðherra fyrir þau. Ég hvet til þess að fundi verði slitið. (Forseti hringir.) Það er ekki ástæða til að funda hér lengur í kvöld.