143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:21]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég legg til, eins og fleiri hér, að þingfundi verði slitið. Ég held að hæstv. forseti, sem er annt um virðingu þingsins, hljóti að vera sammála okkur í því að hér er ekki lengur andrúmsloft fyrir málefnalega umræðu. Það er ekki boðlegt fyrir nokkurn hér inni að halda áfram þingfundi.

Hæstv. utanríkisráðherra hefur hvað eftir annað kastað hér inn (Gripið fram í.) (SSv: Stríðshanska.) stríðshanska og æst upp umræðuna þannig að málefnaleg umræða hefur verið rofin. Það endaði með þessu frammíkalli áðan (Forseti hringir.) sem ég er sammála að eigi að víta hæstv. ráðherra fyrir.