143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:22]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Hvað var það sem hæstv. utanríkisráðherra samþykkti að taka úr greinargerð með þingsályktunartillögu sinni? Jú, það var ásökun um stjórnarskrárbrot á hendur síðasta þingi og þingmönnum sem enn sitja á þingi, hvorki meira né minna.

Í örlæti sínu og mildi ákvað hann að ásaka hér þingmann um að hafa logið að þinginu. Mér finnst full ástæða til þess af forseta að hann víti hæstv. ráðherra fyrir þau ummæli. Og mér finnst full ástæða fyrir hæstv. utanríkisráðherra, ef hann hefur náð þeirri stillingu núna eftir þau orðaskipti sem urðu hér eftir, að koma hér upp og biðja hv. þm. Steingrím J. Sigfússon afsökunar á þessum ummælum sínum.