143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er til nýyrði sem unga kynslóðin notar yfir það sem gengur hér á núna, það orð er „drama“. Til að stöðva drama er mikilvægt að tekið sé mark á afsökunarbeiðnum, að fólk sé fljótt að biðjast afsökunar, reyni að skilja hvert annað, reyni að stoppa, slappa aðeins af og reyni að hjóla aftur í málefnið á þeim tímapunkti sem það er reiðubúið til að ræða málið efnislega. Nú tel ég útilokað að málið verði rætt efnislega það sem eftir er af þessum þingfundi, alla vega á rólegu nótunum.

Ég ítreka að ég tek undir þau orð sem hér hafa fallið um að við slítum núna þingfundi, komum aftur á morgun og tölum áfram um málið efnislega, útsofin og vonandi vel nærð.