143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[22:32]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir það að menn eiga að gæta orða sinna hér á Alþingi. Nú hefur hæstv. ráðherra beðist afsökunar á ummælum sínum. En ég á voða erfitt með að skilja það að fresta þurfi þingfundi af því að menn eru í uppnámi, af því að það er svo mikið drama. Það væru nú ekki margir þingfundir ef menn ætluðu alltaf að fresta fundi þegar væri drama í þessum sal, [Hlátur í þingsal.] þeir næðu ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.

Ég held að við eigum bara að halda áfram þessum ágæta fundi, mér sýnist hann verða skemmtilegri eftir því sem á líður, og halda umræðunni áfram því þetta er auðvitað ekkert nýtt. Þetta drama er ekki nýtt, þessi orðræða er ekki ný, við höfum heyrt hana oft áður. Höldum bara áfram.