143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:07]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sú eðlisbreyting varð á umræðunni um skýrslu utanríkisráðherra 10 mínútur í 7 síðastliðinn föstudag að umræðan hætti að verða um kosti og galla Evrópusambandsaðildar og varð um hvernig ákvörðun um hana ætti að taka og af hverju. Það er þess vegna óhjákvæmilegt að menn ræði í samhengi þingsályktunartillögu hæstv. utanríkisráðherra og skýrsluna og nú í kvöld hefur orðið sú vending í málinu að hæstv. utanríkisráðherra hefur boðað breytingu á greinargerð með þingsályktunartillögunni. Það er þess vegna fullkomlega eðlileg krafa að menn geri hlé á þingfundi og bíði þar til ný útgáfa af þingsályktunartillögu hæstv. utanríkisráðherra hefur verið prentuð upp og menn geti þá farið í efnislega umræðu um hana.