143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:11]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er orðin nokkuð áleitin spurning í mínum huga: Af hverju liggur svona á í þessu máli? Af hverju þurfum við, þingheimur, að vera núna að ræða Evrópusambandið fram á kvöld dag eftir dag? Evrópusambandið er ekki að fara neitt. Það er engin ákvörðun sem við þurfum að taka fyrir helgi um Evrópusambandið. Það er búið að gera hlé á þessum viðræðum, það liggur fyrir. Hver er asinn? Af hverju slökum við ekki bara aðeins á, veltum fyrir okkur þessari skýrslu og síðan getur hæstv. utanríkisráðherra, það er full þörf á því, endurskrifað tillögu sína og komið með hana einhvern tíma inn í þingið þegar hún er betur skrifuð og betur gerð. Hvað liggur á? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað. Það er engin dagsetning sem skiptir máli í þessu.