143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:26]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hef alltaf haft miklar mætur á hæstv. forsetanum og ekki minnkuðu þær þegar hann upplýsti okkur um hvað „enn um sinn“ þýðir, að það þýða 48 mínútur eða allt að því. Þetta vissi ég ekki fyrir. [Hlátur í þingsal.] En af því að hv. þm. Árni Páll (Gripið fram í: Árnason. ) Árnason,

(Forseti (EKG): Sigurðsson. Nei, Árnason, fyrirgefðu.)

[Hlátur í þingsal.] en af því að hv. þingmaður Árni Páll Árnason sagði að stjórnarandstaðan hefði verið meðfærileg og sáttfús vil ég vita hvort forseti þingsins getur skilgreint þetta hlutverk fyrir okkur, „sáttfús og meðfærilegur.“