143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

dráttur á svari við fyrirspurn.

[15:04]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þetta mál var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar. Alþingi hafði sömuleiðis samband við innanríkisráðuneytið vegna umkvörtunar hv. þingmanns. Ráðuneytið hafnar því ekki að svara spurningunum, heldur óskar eftir lengri fresti til að svar geti borist af ástæðum sem tilgreind eru í svari ráðuneytisins.

Ef svarið hefði borist um þessi tilteknu tölusettu atriði sem hv. þingmaður spurði um hefði það mátt skiljast sem lokasvar ráðuneytisins. Það er mjög algengt, a.m.k. er hægt að tína til mörg tilvik um að ráðuneyti biðji um lengri fresti til að svara einstökum fyrirspurnum hv. þingmanna og svo er í þessu tilviki.