143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:12]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta barst í gærkvöldi eftirfarandi dagskrártillaga:

Ég undirritaður geri það að tillögu minni í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga að fyrstu mál á dagskrá næsta fundar verði eftirfarandi þingmál:

1. Störf þingsins.

2. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál, þingsályktunartillaga frá Jóni Þór Ólafssyni. Fyrri umræða.

Ég óska eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefndar grein þingskapa.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.