143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mér finnst afar mikilvægt að þessi tillaga komist á dagskrá og hún verði einmitt sett fremst á dagskrá þessa þingfundar út af tímapressunni. Ef það gerist ekki er frá okkur hv. þingmönnum tekinn sá möguleiki að ræða kosti og galla þess fyrirkomulags að fara með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hér um ræðir samfara sveitarstjórnarkosningunum.

Það eru ákveðnir kostir við það ef meiri hluti er fyrir því að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið að það sé einmitt gert með sveitarstjórnarkosningunum, þó ekki sé nema bara út frá fjárhagslegum hagsmunum ríkissjóðs.