143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:50]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er nú ekki alveg undrandi á því.

Vegna þess sem hæstv. fjármálaráðherra sagði, um þær tillögur sem hér eru til umræðu, og vísaði meðal annars í frumvarp sem lagt hefur verið fram og nefndi mitt nafn í því sambandi, er kannski þetta dæmi um það sem mundi vera kallað ómöguleiki. Ég vil samt bara ítreka það sem ég sagði hér áðan að málflutningur minn í þessu sambandi var um að það væri eðlilegt að menn tækju afstöðu til þessa máls. Getur hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra aðeins haldið sér rólegri? Það er ágætt.

Það sem ég var að segja hér áðan var að ég teldi eðlilegt að þetta mál kæmi á dagskrá og menn tækju afstöðu til þess. Ég vek athygli á því að við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs höfum lagt fram tillögu sem ekki gerir ráð fyrir því sem hæstv. fjármálaráðherra vísaði til og við litum á sem ákveðna sáttaleið til að ná utan um sem flest sjónarmið, bæði þeirra sem sitja við ríkisstjórnarborðið, bæði framsóknarmanna og sjálfstæðismanna, og einnig hinna sem vilja fá þetta mál í atkvæðagreiðslu (Forseti hringir.) einn, tveir og þrír. Þannig að (Forseti hringir.) ég vonast til þess að menn taki þá tillögu alla vega (Forseti hringir.) til vinsamlegrar skoðunar og efnislegrar (Forseti hringir.) meðferðar.