143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

Dagskrártillaga.

[15:51]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég get ekki látið hjá líða að bregðast við orðum hæstv. fjármálaráðherra sem sýnir undarlegt stöðumat þegar hann tekur sér það hlutverk hér í þinginu að rukka menn um það að vera samkvæmir sjálfum sér hafandi rétt nýstigið upp úr stólnum í einhverju undarlegasta sjónvarpsviðtali íslenskrar fjölmiðlasögu þar sem honum tókst með engum hætti að útskýra, þannig að nokkur maður gæti skilið, þann ómöguleika sem hann hefur kynnt til sögunnar sem hugtak í íslenskum stjórnmálum, eða hvernig getur staðið á því eða hvernig hann getur rökstutt það, svo að notuð séu hans eigin orð, að hann geti ekki fyllilega efnt það loforð sem hann veitti íslenskum kjósendum. Ekki fyllilega. Hann getur ekki að hluta efnt það loforð. (Gripið fram í.) Hann getur ekki á nokkurn hátt, (Gripið fram í.) ekki fyllilega, hann getur ekki á nokkurn hátt efnt það loforð. Ekki á nokkurn hátt.