143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

dagskrártillaga.

[16:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég styð það að tillagan fái að koma fyrst á dagskrá. Mér finnast rökin fyrir því augljós og fer ekki yfir þau hér. Það var von mín að tillagan gæti farið hér á dagskrá, fengið hraða meðferð í gegnum þingið og hv. þingmenn sagt sína skoðun. Ég vonaðist eftir því að menn gætu sameinast um þessa sáttatillögu. Síðan færi tillagan fyrir þjóðina og hæstv. ríkisstjórn mundi hlíta niðurstöðunni, alveg sama hver hún yrði. Það er ómögulegt ef ríkisstjórn treystir sér ekki til að fara eftir þjóðarvilja.

Það er þar sem ómöguleikinn er falinn. (VigH: Svona eins og með Icesave.)