143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:29]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að það veldur mér vonbrigðum að forseti skuli leggja þetta til. Á fundi þingflokksformanna í dag lá í loftinu að við gætum komist að samkomulagi um framvindu mála í þinginu. Ég skil það svo að tillaga hæstv. forseta séu skýr skilaboð um hver viljinn er í þeim efnum. Það veldur mér áhyggjum að hér sé planið það að halda hörkunni áfram í þingsal og vera áfram með þingið í þeirri stöðu sem ekki er okkur til sóma og ekki er vænlegt til að við vinnum mál hér þannig að bragur sé að. Ég greiði atkvæði gegn lengingu þingfundar og mér finnst vont að tillagan skuli koma fram.