143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:35]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég hef áður komið hingað upp í ræðustól til að mótmæla næturbrölti. Mér finnst óeðlilegt að meiri hlutinn ákveði hvenær minni hlutinn talar vegna þess að meiri hlutinn tekur ekki þátt í umræðum um þessa skýrslu. Einu rökin sem ég hef heyrt hingað til eru þau að svona hafi þetta verið á síðasta kjörtímabili. Það eru engin rök. Ég skil ekki, erum við komin í tímaþröng eða hvað er málið? Af hverju ræðum við þetta ekki bara á daginn svo að við getum farið heim í kvöld og lesið skýrslu sem á að taka fyrir í fyrramálið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Ég vil líka minna á að það er möguleiki fyrir okkur að starfa í júní og væri ekkert óeðlilegt við það. Ég hef ítrekað kallað eftir svörum frá forseta um það hver ákveði að halda þessa kvöldfundi. Er það hæstv. forseti, er það utanríkisráðherra, meiri hlutinn eða stjórnvöld? Hver er það?