143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Umræða um þessa skýrslu er mjög mikilvæg fyrir þá sem hlynntir eru inngöngu í ESB, fyrir þá sem eru í vafa og fyrir þá sem búnir eru að gera upp hug sinn og ekki vilja ganga í ESB.

Til þess akkúrat er þessi skýrsla unnin, eða var ekki meiningin sú að vinna þessa skýrslu svo við öll, hvar sem við stæðum gagnvart þessu máli, gætum metið afstöðu okkar og hún fengi góða meðhöndlun í þinginu, síðan í nefnd þar sem kallaðir væru fyrir gestir og hún væri afgreidd með sóma eins og gert hefur verið undanfarið varðandi skýrslur? Undanfarið höfum við fengið góða umfjöllun um skýrslu um sæstreng til Evrópu. Er þetta mál ekki stærra en það mál og er ekki eðlilegt að það fái góða og vandaða meðferð?

Menn mega ekki ganga svo langt að lítillækka sjálfa sig (Forseti hringir.) og þingið með svona vinnubrögðum.