143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:33]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þegar forseti tekur ákvarðanir um hvort athugasemdir skuli gerðar við ýmist málfar hv. þingmanna eða að öðru leyti framkomu þeirra í þingsal byggist það meðal annars á fordæmum. Forseti þekkir allmörg dæmi þess að slíkt hafi gerst áður sem hér hefur gerst og taldi þess vegna ekki ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir við það.

Forseti gerði heldur ekki athugasemd við það þegar hér áðan var bölvað og ragnað hátt og í hljóði á meðan á ræðu stóð.