143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:37]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég held að við verðum að reyna að ná niðurstöðu í þessu máli og frekar að leita sátta en hitt. Þess vegna undrar mig að forseti hafi ekki tekið í þá sáttarhönd þegar reynt var að semja um þessi mál í dag. Menn eru þá að kalla eitthvað yfir sig í staðinn ef menn eru ekki tilbúnir til að semja þegar mönnum býðst. Hæstv. ráðherrar skulu líka vita að með framgöngu sinni eru þeir ekki að ná einhverjum sáttum um þessi mál. Þetta er ekki neinn leikur, þetta er full alvara, og ef menn vilja í raun ná niðurstöðu hefði verið hægt að semja um það að ljúka þessum umræðum á ákveðnum tíma og taka næsta mál á dagskrá.

En það var ekki vilji til þess. Er ekki komið mál til þess að menn ræði þetta af fullri alvöru en séu ekki í skotgröfum og hagi sér þannig? (Forseti hringir.) Við erum ekki á þingi í Úkraínu, við erum á Alþingi Íslendinga og sýnum sjálfum okkur og öðrum þá virðingu að haga okkur þannig.