143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

umræða um skýrslu utanríkisráðherra.

[19:56]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Það væri nú bragur á því ef fleiri hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar bæðust afsökunar á framkomu sinni hér í dag, ekki síst hæstv. fjármálaráðherra.

Ég kom hingað upp til að taka undir orð hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Mín viðbrögð voru þau sömu yfir fréttum. Við höfum staðið í þessum ræðustól undir liðnum um fundarstjórn forseta og undrast yfir þeim hraða sem er á þeirri þingsályktunartillögu sem hefur verið lögð fram og sett á dagskrá gegn vilja okkar. Það er mjög mikilvægt að ráðherra, sem ekki hefur haft fyrir því að eiga í samræðum við okkur í þingsal nema í blábyrjun umræðunnar, geri okkur nánari grein fyrir því hvað stendur að baki orðum hans. Hvaðan komu þessar upplýsingar? Út á hvað gengur málið?