143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

umræða um skýrslu utanríkisráðherra.

[19:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég get tekið undir það með forseta að þingstörfin hefðu mátt ganga betur fyrir sig í dag. Nú hefur hv. þm. Katrín Júlíusdóttir beðist afsökunar á því sem hún sagði úr sæti sínu og ég vil biðja forseta um að kalla hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra í salinn og freista þess að kanna, þegar hann er mættur, hvort hann geti komið og talað um þingstörfin. Ég er spennt að heyra hvað hann hefur að segja við okkur varðandi framkomu sína.

Virðulegi forseti. Má það vera, eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson bendir á, að allur þessi asi og þessi læti sem við höfum undrað okkur á með þingsályktunartillöguna um slit á viðræðunum sé vegna þrýstings frá Evrópusambandinu? Var það Evrópusambandið sem sendi skilaboð til hæstv. ráðherra og sagði honum að nú þyrftu þeir að (Forseti hringir.) ljúka þessu?

(Forseti (EKG): Forseti mun láta gera hæstv. fjármálaráðherra viðvart.)