143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:11]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Það er mikið lærdómsferli að koma á þennan vinnustað og ég hef reynt að læra eins vel og ég mögulega get.

Ég er hugsi yfir þessum lið í þinghaldinu og velti fyrir mér hvernig við notum hann. Ég fagna öllum þeim góðu ræðum sem hafa verið haldnar hérna og eru, eins og margoft hefur verið sagt, innihaldsríkar og yfirgripsmiklar. Ég vona að við getum haldið áfram með þær og við hlustað hvert á annað. En ég vil bara lýsa því yfir að ég ætla að taka áskorun forseta og leggja mig fram um að koma hér fram af prúðmennsku í hvívetna.