143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:21]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla nú kannski ekki að lengja almennt umræðuna um fundarstjórn forseta, sem er þó nokkuð góð fram til þessa. Það hefur gerst í þessu húsi að ráðherra sagði þinginu ósatt. Ég spurði fráfarandi viðskiptaráðherra í ríkisstjórn á tímabilinu 2009–2013 hér ákveðinna spurninga. Hann svaraði þá rangt og sagði ósatt, það kom í ljós síðar meir á því sama ári. Þetta var ekki — svo að það sé tekið fram — Steingrímur J. Sigfússon, en það hefur gerst að ráðherra segi ósatt og sá ráðherra sagði ekki af sér en hins vegar hætti hann í ríkisstjórn.