143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[21:32]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki talsmaður slíkra vinnubragða og hef aldrei gefið mig út fyrir það. Og svo er gert ráð fyrir því í tillögunni að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort haldið verði áfram. Ég sé engan meginmun á þessari tillögu og að fara í umsóknarferli og aðlögunarferli án þess að spyrja kóng eða prest. Ég veit því ekki hvað er mikil innstæða í þessari lýðræðisást og efast um að hún sé meiri en okkar hinna.