143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:45]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Guðbjart Hannesson, sem hefur farið hér mikinn um hvað hinir ýmsu þingmenn og ráðherrar sögðu í aðdraganda kosninga: Hvað finnst honum um þá þingmenn sem hrópa hér hæst á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram eða slíta viðræðum, en sem greiddu atkvæði gegn því að láta þjóðina greiða atkvæði um hvort farið yrði út í þær viðræður á sínum tíma?