143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[21:52]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég og hv. þingmaður höfum setið saman á þingi frá árinu 2009. Allan þann tíma sat hv. þingmaður í ríkisstjórn, var um tíma forseti Alþingis, seinna ráðherra, og ég held að það sé nokkuð ljóst að við höfum ólíka sýn á Evrópumálin.

Mér fannst mjög áhugavert það sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson kom inn á hér rétt áðan þar sem hann var í raun að spyrja hvort það hefðu ekki verið mistök að spyrja ekki þjóðina hvort hún vildi yfir höfuð ganga í Evrópusambandið. Ég heyrði hv. þingmann reyna að svara þessu, en hann svaraði í raun með spurningu. Mér finnst þetta áhugaverður punktur hjá hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni. Ég mundi gjarnan vilja fá umræðu um þetta, vegna þess að (Forseti hringir.) ég sé ekki betur en að hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar núna (Forseti hringir.) svíði að sú leið skyldi ekki hafa verið farin.