143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sé að hæstv. utanríkisráðherra situr hér í hliðarsal. Ég vil biðja hann að gera okkur þann greiða að kveðja sér hljóðs og fara yfir það með okkur af hverju það er nauðsynlegt að halda kvöldfund núna til að ræða skýrslu utanríkisráðherra. Hvað er það sem krefst þess að við þurfum að standa hér þreytt eftir daginn? Hæstv. utanríkisráðherra hefur kallað eftir meiri dýpt í umræðunni og sennilega fengist hún ef við færum heim núna að hvíla okkur og kæmum svo aftur á morgun í umræðuna hress og kát og tækjum dýptina í samtali við hæstv utanríkisráðherra um skýrsluna.

Af hverju liggur svona á? Af hverjum þurfum við að halda hér úti fundi marga klukkutíma og inn í nóttina? Við því verðum við að fá svör, ef ekki frá hæstv. utanríkisráðherra þá frá hæstv. forseta.

(Forseti (KLM): Forseti á frekar erfitt með að bregðast við þessari beiðni en hann hefur gert ráðstafanir til þess að verða við henni. Komið hefur fram að hæstv. utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson situr hér í hliðarsal og hlustar á beiðni þingmanna. Forseti getur ekki annað gert í því máli.)