143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:10]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þingflokksfundir byrjuðu kl. 1 í dag. Nú er klukkan 10 að kvöldi og telst mér til að við séum þá búin að vera í stanslausri vinnu með hálftíma kvöldmatarhléi í níu tíma, er það ekki, virðulegi forseti? Þá minnist ég ekki á þá þingmenn sem voru hér á nefndarfundum í morgun. Ég á að mæta á nefndarfund kl. 8.30 í fyrramálið. Mig langar til að fá að vita það mjög nákvæmlega hvað þessi fundur á að standa lengi. Síðan vil ég aftur lýsa vonbrigðum mínum með að forseti þingsins, stjórnarmeirihlutinn ræði ekki og vilji ekki taka (Forseti hringir.) tilboði um að rætt sé um hvernig hugsanlega megi ljúka þessari umræðu.