143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:26]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér skilst að það hafi verið slegið einhvers konar met í umræðum um fundarstjórn forseta, (Gripið fram í: Nú?) sem er ótrúlegt í ljósi þess að við fórum í gegnum Icesave-umræðuna á síðasta kjörtímabili. Ég man eftir því að einstaka sinnum kvartaði ég undan því af mikilli hógværð að hér var fundað nótt eftir nótt rétt fyrir jól og milli jóla og nýárs. Þá heyrðist ekki hljóð úr horni frá þeim þingmönnum sem koma núna, finnst mér, í veg fyrir efnislega umræðu í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að ég settist hér í þingsalinn vegna þess að ég hlakkaði einmitt til að heyra efnislega umræðu um þá skýrslu sem er hér til umfjöllunar. Ég tel að menn eigi bara að klára hana (Gripið fram í.) svo hægt sé að koma öðrum málum á dagskrá. Eftir því var kallað í dag, hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir, (Forseti hringir.) að önnur mál kæmust á dagskrá. Ég vona að við verðum ekki hérna fram í páskafrí. Ég vona að forseti beiti sér fyrir því að svo verði ekki.