143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:19]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Við deilum áhuga á því að þjóðin komi að ákvörðun í þessu máli.

Ég spyr hann vegna orða hans hér áðan: Hvað er það sem raunverulega er hægt að segja að krafist hafi verið aðlögunar um af Íslands hálfu sem er óafturkræft og sem ekki var hvort sem er eitthvað sem Ísland vildi breyta vegna aðildar sinnar að EES en hafði ekki haft fjármagn til? Það var gert sérstakt samkomulag í ferlinu um að ekki þyrfti að fara í stofnanabreytingar vegna aðildar fyrr en aðild hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þetta ekki rétt? Er það ekki þannig að þau verkefni sem við vorum að ráðast í og sóttum eftir IPA-styrkjum í voru verkefni sem við vorum hvort sem er skuldbundin til að ráðast í (Forseti hringir.) en höfðum ekki fjármagn til, eins og til dæmis Hagstofuverkefnið og ýmis önnur þar sem í boði voru styrkir til að sinna verkefnum sem Ísland hafði ekki sjálft haft bolmagn til að sinna en leystu af aðildina að Evrópsku efnahagssvæði?