143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:20]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held ég geti fullyrt að nánast á öllum sviðum íslenskrar stjórnsýslu hafi verið hafist handa við umbreytingar í átt að stöðlum Evrópusambandsins. Það þekki ég úr þeim ráðuneytum sem ég starfaði í og það þekkjum við varðandi stofnanakerfið íslenska almennt, hvort sem það er landbúnaðarkerfið eða annað kerfi. Alls staðar var verið að búa í haginn fyrir þessar breytingar. Þetta er nokkuð sem er þekkt.

Hvort þær séu óafturkræfar, öll mannanna verk eru náttúrulega afturkræf. (Gripið fram í: Nei.) En það sem hins vegar er um að tefla er að miklum fjármunum var varið til þessa. Sumt er að sjálfsögðu eitthvað sem Íslendingar kynnu að hafa viljað gera líka. Mér fannst alltaf ógeðfelldur sá máti sem Evrópusambandið hafði á varðandi IPA-styrkina (Forseti hringir.) sem voru beinlínis hugsaðir til að smyrja viljann á Íslandi til að ganga í Evrópusambandið.