143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:30]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil eins og aðrir þingmenn þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir ágæta ræðu. Við erum um margt sammála. Það er þó eitt atriði sem ég mundi vilja spyrja hv. þingmann út í: Telur þingmaðurinn að samræmi sé á milli skoðunar hans sjálfs um að spyrja eigi þjóðina hvort hún vilji yfir höfuð ganga í Evrópusambandið og þeirrar þingsályktunartillögu sem þingflokkur Vinstri grænna leggur fram? Mér heyrðist þingmaðurinn svara því þannig áðan, en það er í engu útskýrt hvort eigi að spyrja í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem á að fara fram undir lok kjörtímabilsins hvort halda eigi áfram með aðildarviðræðurnar eða hvort þá eigi að spyrja þjóðina hvort hún vilji (Forseti hringir.) ganga í Evrópusambandið.