143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú er að nálgast miðnætti og við höfum flest hér verið í vinnu síðan hálfníu í morgun. Við erum að ræða mikilvægt mál, við erum að ræða skýrslu hæstv. utanríkisráðherra sem á að liggja til grundvallar ákvörðun og hvernig farið verður með aðildarviðræðurnar. Þetta er mikilvægt mál en það liggur hins vegar ekki á að ljúka þessari umræðu.

Ég vil spyrja hæstv. forseta: Hvað stendur til að halda þessum þingfundi áfram lengi úr þessu? Ég mæli með því að forseti slíti fundi og við höldum þessari umræðu áfram á morgun eftir að hafa fengið góðan nætursvefn.