143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:48]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil ekki beita neinum þvingunarúrræðum til að fá það út úr hæstv. forseta hverjar fyrirætlanir hans eru en ég kann satt að segja ekki dæmi þess að ekki hafi borist af forsetastóli upplýsingar um fyrirætlanir forseta um tímalengd þingfundar þegar klukkuna vantar 10 mínútur í miðnætti. Við höfum mikil fordæmi fyrir næturfundum. Þegar brýn mál voru til meðferðar sem skipti miklu máli að ljúka á síðustu árum man ég ekki eftir öðru en forseti hafi alltaf virt stjórnarandstöðu þess að upplýsa um fyrirætlanir sínar í þá veru og reyndar bjuggum við svo vel á síðasta kjörtímabili að hafa þingforseta sem gekk yfirleitt mjög hart fram gagnvart ríkisstjórnarmeirihlutanum og gerði kröfu um að hann stæði sína plikt gagnvart stjórnarandstöðunni og sinnti eðlilegum athugasemdum hennar í hvívetna.

Ég ítreka því að það hlýtur að vera hægt á þessum vinnustað að útskýra fyrir okkur hversu lengi markmiðið er að halda störfum áfram og (Forseti hringir.) við viljum gjarnan fá að heyra það af munni hæstv. forseta.