143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:51]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að játa að ég bað um orðið þegar hv. þm. Óttar Proppé var í sæti forseta og ætlaði að fá hann til að reyna að slíta þessum fundi, en ég sé að það er annar þingforseti kominn í stólinn.

Nú spyr maður sjálfan sig og spyr forseta: Hvernig eru reglurnar um þetta allt saman? Ungur þingmaður eins og ég er ekki alveg viss og kannski forseti geti sagt mér hvernig það er á meðan aðrir forsetar sitja í stóli forseta, hafa þeir ekki öll völd forseta? Getur hv. forseti Einar K. (Gripið fram í: Hæstvirtur.) — hæstv. Nei, það má ekki segja hæstvirtur, það er nefnilega málið. Þið eruð öll að segja hæstv. forseti. Það má ekki, það segir í þessari bók, hvað heitir hún, Háttvirtur þingmaður. [Hlátur í þingsal.] Þið eruð öll gersamlega að klúðra þessu. En kannski Einar K. Guðfinnsson leiðrétti þetta allt saman.

(Forseti (EKG): Eins og kunnugt er er hv. þingmaður orðinn sérfræðingur í ávarpsorðum.)