143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[00:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú hefur Evrópusambandið verið að endurskoða fiskveiðilöggjöf sína og hefur litið til Íslands sem fyrirmyndar um framkvæmd hennar. Nú er sú sem hér stendur ekki par hrifin af mörgu í okkar fiskveiðistjórnarkerfi, sérstaklega ekki framsalinu og samþjöppuninni og eignarforræðinu innan gæsalappa. Hver telur hv. þingmaður að þróunin verði innan Evrópusambandsins? Eru menn að leita að fyrirmyndarmódelinu sem Íslendingar hafa í dag með tilheyrandi göllum, eða hvað telur hv. þingmaður um þau mál?

Svo langar mig líka að heyra skoðun hans á möguleikum Íslendinga á því að gera viðskiptasamninga sjálfir við önnur ríki utan Evrópusambandsins. Sér hv. þingmaður fyrir sér að við höfum þá möguleika ef við gengjum í Evrópusambandið? Nú erum við nýbúin að gera viðskiptasamning við Kína, hefðum við getað gert þann viðskiptasamning hefðum við verið orðin aðildarríki innan ESB?

Telur hv. þingmaður að lýðræði innan Evrópusambandsins sé að þróast í rétta átt? Er miðstýring að aukast eða er lýðræði að aukast og hvað um aðkomu allra ríkja, fátækari ríkja á jaðrinum og austantjaldsríkjanna — hvernig finnst hv. þingmanni lýðræðismálin vera að þróast innan Evrópusambandsins?