143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú er klukkan tíu mínútur gengin í tvö og síðustu fréttir herma að forseti ætli að sjá hvernig umræðunni vindur fram sem hófst í dag. Það sýnir umburðarlyndi og sveigjanleika þeirra þingmanna sem hér taka þátt í umræðunni að láta það duga um sinn sem svar, það var gefið rétt um miðnæturbil. En mér finnst tímabært að spyrja aftur: Hvenær á að ljúka fundi og hvernig þykir hæstv. forseta umræðunni hafa undið fram síðustu fimm korterin eða svo? Er ekki tímabært að taka kúrsinn aftur núna og meta það hvort dallurinn sé á réttri leið?