143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:11]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég bý ekki svo vel að hafa verið á togara en þykist vita samt að eitt af því sem góðir togaraskipstjórar þurfa að hafa er hugmynd um það hvenær þeir ætla að leggja úr höfn. Ég sé ekki að við fáum að vita mikið um það hvenær menn ætla að leggja úr höfn með þingsályktunartillöguna sem er næst á dagskrá. Það má kannski segja líka að skipinu sem við erum nú á, sem er umræðan um þessa skýrslu, þarf að koma til hafnar. Við viljum fá að vita hvenær hæstv. forseti ætlar sér að ljúka fundi. Ég ítreka enn og aftur að við höfum verið mjúk, tilleiðanleg og samstarfsfús, lagt fram ítrekaðar tillögur um skynsamlega afgreiðslu tímaáætlunar en stjórnarmeirihlutinn hefur ekki haft áhuga á að ræða slíkt. Við hljótum að biðja um skýr svör.