143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[01:18]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hér eins og aðrir til að grennslast fyrir um það hvað þessi þingfundur á að halda lengi áfram. Ég sé að það eru margir á mælendaskrá og ég sé að það gengur hægt. Þannig mun það verða áfram.

Nú höfum við verið hér á fundum frá því snemma í morgun, á nefndarfundum. Það er allt í lagi, við þekkjum þessar tarnir en stundum þarf að taka tillit til þess að menn hafa verið hér lengi. Það er atvinnuveganefndarfundur boðaður kl. 9 í fyrramálið sem ég þarf að mæta á og þess vegna fýsir mig að fá að vita hvað á að halda áfram lengi vegna þess að ef þessi fundur á að vera lengur fram í nóttina mun ég skrifa starfandi formanni nefndarinnar og óska eftir því að fundur verði felldur niður í fyrramálið. Það er ekki hægt að bjóða þingmönnum upp á það, meðan flestallir stjórnarþingmenn sofa heima á sínu græna eyra, að hafa þetta svona. (Forseti hringir.) Ég held að það væri málinu til framþróunar og þingstörfum ef við fengjum upplýst hjá þingforseta hvað hann hyggist halda fundi lengi áfram.