143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:33]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér í dag kom upp, undir liðnum um störf þingsins, hv. þm. Karl Garðarsson sem hefur nú ekki sést mikið hér við efnislegar umræður um þessa skýrslu. Hann fór rækilega yfir þann tíma sem farið hefði í fundarstjórn forseta og gekk svo langt að hóta hálfpartinn breytingu á þingsköpum vegna þess. Ég vil þess vegna að það komi skýrt fram að ég er vissulega ánægð með að forseti hafi upplýst að nýtt mál verði ekki sett á dagskrá en það er nákvæmlega hluti af þeim fjölmörgu spurningum sem við höfum borið hér upp varðandi dagskrána. Hefði það svar komið fyrr auk ýmissa annarra hefði það greitt mjög fyrir því að efnisleg umræða hefði getað farið fram. Ég ætla að endurtaka að það er erfitt að taka þátt í efnislegri umræðu þegar við þekkjum ekki í hvaða samhengi hún fer fram.