143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:35]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég spurði spurningar áðan um hvað við hygðumst hafa þetta lengi. Miðað við mælendaskrá og miðað við hvernig þetta hefur gengið telst mér til að eftir séu a.m.k. sex tímar plús það sem verður rætt um fundarstjórn forseta.

Við skulum ekki vera að fela þetta neitt. Þetta er sá tími og menn eru tilbúnir í umræðuna. Ég segi fyrir mitt leyti að ef til stendur að halda þessum fundi lengi áfram þá mun ég skrifa starfandi formanni atvinnuveganefndar á eftir og óska eftir að fundur falli niður í fyrramálið, sem á að vera kl. níu. Ég á eina ræðu eftir, seinni ræðu mína, 5 mínútur. Í 15 mínútna ræðu minni var ekki hægt að verða við því að hæstv. fjármálaráðherra væri viðstaddur. Ég mun því óska eftir því að hæstv. fjármálaráðherra verði viðstaddur ræðu mína sama hvort hún verður kl. þrjú eða sjö af því að ég hyggst leggja fyrir hann mikilvægar spurningar og reyna að fá hann til að svara þeim.