143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[02:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég segi eins og er að ég hafði ekki áttað mig á því að fólk er sumt hvert að fara í sína fyrstu ræðu um miðja nótt. Ég held að orðin sem ég get notað yfir þetta núna sé: Þetta er gersamlega óboðlegt. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Allir hlutir varðandi skýrsluna, sérstaklega frá því á föstudaginn, hafa verið með endemum. En það er óboðlegt að hér eigi fólk að fara í sína fyrstu ræðu í þessu mikla máli þegar klukkan er 10 mínútur yfir tvö. Það liggur ekkert á. Þetta er bara stjórnarmeirihlutinn að sýna vald sitt í þessu, svo sem eins og í framlagningu hinnar gerræðislegu tillögu hæstv. utanríkisráðherra.