143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[02:13]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér áðan bar ég fram þá ósk við forseta að hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra yrðu viðstaddir, ég held að ég hafi fyrst og fremst farið fram á að hæstv. fjármálaráðherra yrði viðstaddur þegar ég flytti ræðu mína á eftir. Nú hef ég fengið skilaboð og upplýsingar um að hæstv. fjármálaráðherra verður ekki viðlátinn í fyrramálið af ástæðum sem ég met fullgildar. Ég dreg þar með beiðni mína til baka um að hæstv. ráðherra verði viðstaddur ræðu mína. Ég vil jafnframt óska eftir því að ég verði færður neðar á mælendaskrána vegna þess að mér sýnist að þessi umræða klárist aldrei miðað við það sem ég sagði áðan og hvað mikið er eftir. Þess vegna verð ég tilbúinn í þá ræðu þegar að því kemur, hvort sem það verður einhvern tíma enn þá seinna í nótt eða þegar við hefjum þingfund á morgun og áframhaldandi þingstörf um þá skýrslu sem hér er til umræðu. Beiðni mín er sem sagt dregin til baka.