143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[02:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég endurtek, þetta er óboðlegt, þetta er ómögulegt, þetta er allt saman ómögulegt. Ríkisstjórnin er ómöguleg. Við höfum haldið uppi þinginu í vetur. Það hafa ekki komi fram mál, fundir hafa verið stuttir, þingmannamál hafa verið flutt, mál sem voru á síðasta kjörtímabili eru endurflutt og við vinnum í nefndum. Síðan er spurt hér af hverju svo fá mál séu á dagskrá, hvað það þýði. Þá segir hæstv. forseti: Jú, jú, það hlýtur náttúrlega að koma niður á því hvaða mál verður hægt að afgreiða ef mál berast ekki inn.

Virðulegi forseti. Er það þá þannig núna að dagskrárstjórnin í þinginu sé líka orðin ómöguleg? Ríkisstjórnin er ómöguleg, dagskrárstjórnin hér er ómöguleg. Ef það á að afgreiða þau mál sem (Forseti hringir.) eiga að koma inn með því að við verðum hér allar nætur, (Forseti hringir.) af því að þessari ómögulegu ríkisstjórn tekst (Forseti hringir.) ekki að setja mál á dagskrá, (Forseti hringir.) þá stöndum við hér allar nætur. En það (Forseti hringir.) hlýtur að minnsta kosti að vera átta tíma hvíld (Forseti hringir.) eftir þennan þingfund, virðulegi forseti.

(Forseti (ÞorS): Forseti beinir því til þingmanna að virða tímamörk.)