143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[02:25]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég sé að hæstv. forseti er farinn að draga ýsur eins og mörg okkar hér í salnum og ég held að það sé nú ekki góðs viti þegar við erum komin á þann stað. Ýsukvótinn er nú eins og hann er og er mjög takmarkaður svo að við verðum að gæta hófs í þeim efnum.

Ég bara undirstrika það að við eigum að funda úthvíld til að geta rætt þessi mál. Ég á að stýra fundi atvinnuveganefndar eftir rúmlega sex klukkutíma og á eftir að keyra heim í Kópavog fram og til baka, þetta er auðvitað ekki í lagi og ekki boðlegt.

(Forseti (ÞorS): Forseti telur sig ekki hafa dregið ýsur en kannski hefur hv. þingmann dreymt þetta.)