143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:39]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég biðst forláts á því að hafa ekki verið nógu skýr áðan. Ég var að leita eftir viðbrögðum virðulegs forseta við athugasemdum mínum varðandi dagskrána. Mig langar að spyrja virðulegan forseta sérstaklega hvernig hann telji dagskrárliði 4 og 5 geta skipt nokkru einasta máli ef búið er að afgreiða og samþykkja dagskrárlið 3. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu eða það að koma á formlegu hléi á aðildarviðræðurnar ef búið er að draga umsóknina til baka?

Það er algjörlega órökrétt að dagskrárliður nr. 3, að draga umsóknina til baka, sé fyrstur á dagskrá. Mun nær lagi væri að hafa hann síðast á dagskrá. Ég inni virðulegan forseta eftir viðbrögðum við þessum athugasemdum.