143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[11:00]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við skulum bara tala um hlutina eins og þeir eru. Fliss í hliðarsal, gauragangur og frammíköll er nokkuð sem hefur verið í gangi hér. Ef við ætlum að segja: Það er nokkuð sem við viljum alls ekki sjá, þurfum við að breyta því í grundvallaratriðum. Það er þá okkar allra að gera það. Ég hafna því hins vegar þegar menn leggja upp …(Gripið fram í.) Já, hv. þm. Helgi Hjörvar þarf að byrja í dag. En ég hafna því að það að setja blað í ræðustólinn sé einhver ögrun. Ég var að svara hv. þm. Róberti Marshall hvað það varðaði.

Síðan er staðreyndin sú að ef við viljum gera eins og gert er í þeim löndum sem við berum okkur saman við er mjög margt sem við þurfum að laga, sérstaklega þegar kemur að ríkisfjármálum. (Gripið fram í.) Þá þarf ábyrgð allra aðila, ekki bara stjórnarinnar. Þar er ýmislegt annað sem við þurfum að taka á sem við höfum reynt að ræða (Forseti hringir.) og tekið hér upp. Því miður voru það nær eingöngu meirihlutaflokkarnir (Forseti hringir.)sem tóku þá umræðu á sínum tíma en við skulum vona að það breytist.