143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég kveð mér hljóðs undir þessum lið er varðar fundarstjórn forseta og viðbrögð forseta vegna atviks hér í gær. Hér var því haldið fram áðan í ræðu af hv. þm. Róberti Marshall að þannig hefði borið til þegar sá sem hér stendur var í ræðu og tveir hv. þingmenn gengu fram fyrir pontuna með spjöld sem letrað var á „málþóf“ að ég hefði ekki tekið eftir þessu göngulagi en forseti hefði gert það og gert ráðstafanir. Þessu var reyndar öfugt farið. Ég gerði athugasemdir, benti forseta á þetta, en þetta hafði farið fram hjá forseta, enda var nokkuð liðið á kvöld, ef ég man rétt, þegar þetta gerðist.