143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég held að það sé mjög brýnt að við fáum rammann frá formönnum flokkanna. Það er einsýnt að utanríkisráðherra virðist reyna að stjórna dagskrá þingsins. Hér hafa komið fram sáttatillögur sem mér finnst nauðsynlegt að formenn flokkanna ræði. Ég fagna því að þingflokksformenn fundi, en í raun og veru vitum við alveg hvernig goggunarröðin er hér innan húss. Því held ég að það sé ekkert vit í öðru en að formenn stjórnarflokkanna komi með tillögu sem við getum rætt efnislega. Allt annað er bara leikur að eldinum og þetta mun bara fara út í enn meiri vitleysu ef við gerum ekki eitthvað í þessu strax.