143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[11:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég er mikið fyrir hefðir og finnst að halda eigi þær í heiðri eins og mögulegt er. Hæstv. forseti segir að hefð sé fyrir því að halda fundi með þingflokksformönnum eða stjórnarformönnum flokka, eða hvaða silkihúfur sem það nú eru, í hádegisverðarhléi. Ég held að það hafi verið — nú er ég orðin rugluð í tímatalinu — í fyrradag frekar en í gær að við lögðum til að kvöldverðarhlé væri af álíka ástæðu flýtt. Þá vorum við að tala um tvo tíma jafnvel að taka kvöldverðarhlé kl. hálffimm í staðinn fyrir hálfsjö, það hefði liðkað fyrir gangi mála hér. Nú leggur hv. þm. Katrín Júlíusdóttir til að hádegisverðarhléi verði flýtt um hálftíma, skilst mér. Við megum ekki binda okkur svo í hefðirnar að við missum af tækifæri til þess að ná árangri.